Erlent

Brestir í viðræðum um stjórnarmyndun

Bandarískir hermenn við vegatálma í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Bandarískir hermenn við vegatálma í Bagdad, höfuðborg Íraks. MYND/AP

Brestir eru komnir í samningaviðræður um nýja ríkisstjórn í Írak. Forseti landsins er æfur út í forsætisráðherrann fyrir að fara í opinbera heimsókn til Tyrklands.

Á yfirborðinu reyna helstu stjórnmálamenn Íraks að halda öllu sléttu og feldu. Þannig sagði Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra landsins í morgun að ofbeldið í Írak undanfarna daga myndi ekki koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar á næstu vikum. En þrátt fyrir orð Jafaaris virðist ekki mikill sáttartónn í þjóðkjörnum fulltrúum landsins, því að forsetinn Jalal Talabani er æfur yfir heimsókn Jafaaris til Tyrklands. Hann segir forsætisráðherrann engan rétt hafa á að fara í opinberar heimsóknir fyrir hönd þjóðarinnar á meðan ekki hafi formlega verið mynduð ný ríkisstjórn. Hann sé forsætisráðherra til bráðabirgða og sé að fara út fyrir verksvið sitt. Bráðabirgða utanríkisráðherra landsins viðurkennir að ákveðin vandamál séu til staðar, en segir að það þurfi ekki að vera slæmt, því að betra sé að útkljá deilurnar strax en að sópa þeim undir teppið og mynda nýja ríkisstjórn í skugga undirliggjandi óánægju.

Á yfirborðinu reyna helstu stjórnmálamenn Íraks að halda öllu sléttu og feldu. Þannig sagði Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra landsins í morgun að ofbeldið í Írak undanfarna daga myndi ekki koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar á næstu vikum. En þrátt fyrir orð Jafaaris virðist ekki mikill sáttartónn í þjóðkjörnum fulltrúum landsins, því að forsetinn Jalal Talabani er æfur yfir heimsókn Jafaaris til Tyrklands. Hann segir forsætisráðherrann engan rétt hafa á að fara í opinberar heimsóknir fyrir hönd þjóðarinnar á meðan ekki hafi formlega verið mynduð ný ríkisstjórn. Hann sé forsætisráðherra til bráðabirgða og sé að fara út fyrir verksvið sitt. Bráðabirgða utanríkisráðherra landsins viðurkennir að ákveðin vandamál séu til staðar, en segir að það þurfi ekki að vera slæmt, því að betra sé að útkljá deilurnar strax en að sópa þeim undir teppið og mynda nýja ríkisstjórn í skugga undirliggjandi óánægju.

Samkvæmt opinberum tölum hafa nærri 400 manns fallið í tugum sprengjuárása síðustu vikuna í Írak. Síðast í gær sauð upp úr eftir sprengjuárás við legstein föðurs Saddams Hússein í Tíkrit. Yfirvöld hafa bruðgið á það ráð að láta skriðdreka hringsóla um höfuðborgina Baghdad, í þeirri von að það komi til með að draga úr árásum.

En skriðdrekarnir virðast ekki ætla að duga til, því tuttugu manns féllu og fjörutíu særðust, í þrem sprengjuárásum í Bagdad í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×