Alþingiskonur flytja Píkusögur í tilefni V-dagsins 21. febrúar 2006 16:24 MYND/Heiða Ekki fer mörgum sögum af því að kynfæri kvenna hafi mikið borið á góma í sölum Alþingis. Á þessu varð hins vegar breyting í dag þegar kynnt var fyrirhuguð uppsetning þingkvenna á leikritinu Píkusögum í tilefni V-dagsins. V-dagurinn svokallaði hefur verið haldinn árlega hér á landi undanfarin ár en hin alþjóðlegu V-dagssamtök voru stofnuð fyrir átta árum til að reyna að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim. Stofnun samtakanna kom til í tengslum við frumsýningar leikritsins Píkusögur sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir örfáum árum. Höfundurinn, Eve Ensler, byggði verkið á viðtölum við tvö hundruð konur en hún kom hingað til lands á V-deginum í fyrra. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna neð húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Í tilefni dagsins í ár þann 1. mars næstkomandi munu þingkonur landsins flytja verkið á stóra sviði Borgarleikhússins og ekki var annað að heyra á þeim í dag þegar sýningin var kynnt fjölmiðlum en að þær væru fullar tilhlökkunar. V-dagssamtökin segjast óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýni með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni. Lífið Menning Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ekki fer mörgum sögum af því að kynfæri kvenna hafi mikið borið á góma í sölum Alþingis. Á þessu varð hins vegar breyting í dag þegar kynnt var fyrirhuguð uppsetning þingkvenna á leikritinu Píkusögum í tilefni V-dagsins. V-dagurinn svokallaði hefur verið haldinn árlega hér á landi undanfarin ár en hin alþjóðlegu V-dagssamtök voru stofnuð fyrir átta árum til að reyna að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim. Stofnun samtakanna kom til í tengslum við frumsýningar leikritsins Píkusögur sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir örfáum árum. Höfundurinn, Eve Ensler, byggði verkið á viðtölum við tvö hundruð konur en hún kom hingað til lands á V-deginum í fyrra. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna neð húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Í tilefni dagsins í ár þann 1. mars næstkomandi munu þingkonur landsins flytja verkið á stóra sviði Borgarleikhússins og ekki var annað að heyra á þeim í dag þegar sýningin var kynnt fjölmiðlum en að þær væru fullar tilhlökkunar. V-dagssamtökin segjast óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýni með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni.
Lífið Menning Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira