Innlent

Dagblað Dagsbrúnar verði stærst í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. MYND/Pjetur

Dagblaðið sem Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, ætlar að gefa út í Danmörku verður gefið í út í 500 þúsund eintökum dag hvern og verður þannig langstærsta dagblað Danmerkur. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum í málinu.

Til samanburðar er upplag MetroExpress, sem er ókeypis, 250 þúsund blöð og upplag Jótlandspóstsins, sem er stærsta áskriftarblað Danmerkur, um 150 þúsund blöð. Jótlandspósturinn segir dagblaðið, sem verður dreift ókeypis í hús í Danmörku, verða í æsifréttastíl og að það komi fyrst út í lok ársins. Áformin verði kynnt innan mánaðar og að samkvæmt heimildum verði starfsmenn þess yfir 100 talsins. Ætlunin sé að keppa við áskriftarblöð frekar hin ókeypis blöðin í Danmörku, MetroExpress og Urban.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×