Innlent

Tígullinn nútímavæddur

KEA tók  í notkun nýtt merki í dag eftir að hafa notað græna tígulinn sem einkennistákn í rúma sjö áratugi. Félagið heldur sig þó við svipað form en nýja merkið er gult.

Breytt hlutverk KEA kallar á nýja ímynd að sögn Halldórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra KEA. KEA er fyrst og fremst fjárfestingarfélag í dag og því þótti tímabært að breyta merki félagsins. Auglýsingastofan Stíll á Akureyri hannaði merkið.

Gamli KEA-tígullinn var eitt elsta vörumerki landsins en félagið tók það upp um 1930 en hafði þá verið starfandi um nokkurt skeið. KEA fagnar 120 ára afmæli í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×