Sport

Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers

Kobe Bryant hefur skipað sér sess sem einn mesti skorari í sögu NBA deildarinnar, en fyrir mánuði síðan skoraði hann 62 stig í aðeins þremur fjórðungum gegn Dallas Mavericks.
Kobe Bryant hefur skipað sér sess sem einn mesti skorari í sögu NBA deildarinnar, en fyrir mánuði síðan skoraði hann 62 stig í aðeins þremur fjórðungum gegn Dallas Mavericks. NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962.

Toronto hafði um tíma 18 stiga forystu í leiknum, en Bryant skaut Lakers inn í leikinn upp á sitt einsdæmi og skoraði hvorki meira né minna en 55 stig í síðari hálfleiknum. Lokamínútur leiksins voru í raun farsakenndar, þar sem félagar Bryant köstuðu boltanum beint til hans við hvert tækifæri og leyfðu honum að skjóta.

Bryant spilaði 42 mínútur í leiknum, hitti úr 28 af 46 skotum utan af velli, þar af 7 af 13 þriggja stiga skotum og 18 af 20 vítum. Hann hirti auk þess 6 fráköst, stal þremur boltum og átti merkilegt nokk tvær stoðsendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×