Erlent

Úrslit þingkosninganna í Írak tilkynnt í dag

Úrslit þingkosninganna í Írak, sem fóru fram þann 15. desember síðastliðinn, voru tilkynnt í dag. Bandalag sjía-múslíma vann flest sæti, 128 sæti af 275. Bandalagið vantaði tíu sæti upp á að ná meirihluta þingsæta og þarf því að mynda samsteypustjórn. Líkt og sjía-múslímar misstu Kúrdar þingsæti en náðu þó 58 sætum, álíka mörgum og súnníar.

Úrslitin verða þó ekki staðfest fyrr en eftir fjórtán daga þar sem stjórnmálamenn hafa frest til að véfengja úrslitin. Þá mun þing koma saman og ný ríkisstjórn mynduð.

Kosningarnar þann 15. desember hafa verið sagðar gallaðar en almennt sanngjarnar að teknu tilliti til ástandsins í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×