Vorið og bankaóróinn 28. desember 2006 06:00 Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson Skýrsla þeirra Mishkins og Tryggva sló að miklu leyti vopnin úr höndum þeirra sem hvað harðast höfðu gengið fram í því að draga upp svarta mynd af efnahagshorfum hér á landi og stöðu íslensku bankanna. Myndin er tekin á kynningu á skýrslu þeirra í New York, þriðja maí. Mynd/Amy T. Zielinski Árið er markað af óróleika í kringum bankana og umræðu um þá. Boltinn tók að rúlla í upphafi árs með vangaveltum um stöðu bankanna, við það jókst fjármögnunarkostnaður þeirra, sem svo aftur ýtti undir frekari vangaveltur um framtíðarhorfur þeirra. Segja má að óróaskeiðinu hafi svo lokið með Mishkin-skýrslunni og hálfsársuppgjörum bankanna. Staða þeirra hvað varðar fjármögnunarkostnað er þó ennþá töluvert lakari en var á árinu 2005, en hefur verið að lagast hægt og hægt á seinni hluta ársins og þá sér í lagi eftir því sem þeir hafa sýnt fram á getu sína til að sækja sér fjármagn víðar en á skuldabréfamarkaði í Evrópu. Greiningarfyrirtæki áttu fyrsta leikTvö erlend greiningarfyrirtæki, Barkleys Capital Research og svo Credit Sights, tóku sig til í febrúarbyrjun og gagnrýndu lánshæfismat íslensku bankanna og sögðu gengishagnað af hlutabréfum gera að verkum að staða þeirra væri veikari en uppgjör bentu til. Bent var á meint krosseignarhald og talið að bönkunum væri hætta búin vegna ójafnvægis í efnahagsmálum hér.Íslandsbanki og Landsbanki funduðu með fjárfestum í Bretlandi í upphafi mánaðarins. Bankarnir sögðu gagnrýnina á misskilningi byggða, ruglað væri saman eignarhaldi og framvirkum samningum, afkoman væri góð burtséð frá gengishagnaði og að áhætta bankanna væri orðin það dreifð að ójafnvægi í efnahagsmálum hér hefði ekki nema takmörkuð áhrif. Töldu menn í bönkunum að aukin og bætt upplýsingagjöf í útlöndum myndi brátt skila sér.Þegar matsfyrirtækið Fitch undir lok mánaðarins breytti svo horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar féll bæði krónan og verð hlutabréfa. Ástandinu var þannig lýst að fjármálakerfið hefði titrað af spenningi. Efnahagsstefna ríkisins var gagnrýnd í mati fyrirtækisins og vaxandi erlend skuldsetning og mikill viðskiptahalli sögð áhyggjuefni. Fitch sagði einkenni ofhitnunar í hagkerfinu.JP Morgan birti hins vegar skýrslu um bankana þar sem við annan tón kvað en hjá öðrum erlendum greiningardeildum. Bankinn sagði fjárfesta hafa ofmetið áhættuþætti í rekstri bankanna og að álag á skuldabréf þeirra væri orðið of hátt. Í kjölfar frétta af breyttum horfum hjá ríkinu staðfesti Fitch svo í lok febrúar lánshæfismat allra íslensku bankanna.Merrill Lynch og Danske bank bæta íUndir miðjan mars gekk svo Halldór Ásgrímsson fram og áréttaði styrka stöðu íslenska bankakerfisins. En nokkrum dögum fyrr hafði enn eitt bakslagið komið í umræðuna þegar skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch kom út. Þá voru einnig nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hefði nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch taldi óvissu um hvort mjúk lending næðist í hagkerfinu og tald matsfyrirtækin Moody‘s og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til „kerfislægrar áhættu“ bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan var að einhverju leyti samhljóma álitum Barclays Capital Research og Credit Sights frá því í byrjun febrúar. Skýrsla Merrill Lynch var þó heldur ítarlegri og gerði ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Glitnir var sagður standa einna best.Í mars kom einnig út 21. mánaðarins skýrsla Danske Bank um íslensku bankana og efnahagslíf. Í henni var dregin upp kolsvört mynd þar sem landinu var líkt við Tyrkland og Taíland. Spáð var kreppu annað hvort á þessu ári eða næsta. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, sagðist veigra sér við að kalla skrif Danske Bank skýrslu eða álit. „Plaggið er óvenjulega stóryrt,“ sagði hann og benti á að höfundar Danske segðust sjálfir ekki sérfræðingar í málefnum Íslands.„Og þeir virðast standa undir þeirri fullyrðingu,“ bætti hann við. Daginn eftir að skýrslan kom út lækkaði gengi krónunnar um 2,25 prósent og verð hlutabréfa féll, úrvalsvísitalan lækkaði um 3,25 prósent. Sendiráð Íslands í Danmörku sendi út fréttatilkynningu vegna svörtu skýrslunnar þar sem styrk staða bankanna hér var áréttuð. Carten Valgreen, yfirhagfræðingur greiningardeildar Danske Bank, taldi hins vegar enga ástæðu til að draga í land þrátt fyrir harða gagnrýni héðan á skýrsluna. „Þetta er okkar skoðun og öðrum er frjálst að vera ósammála henni. Ég vona að við höfum ekki rétt fyrir okkur,“ sagði hann og taldi lítið mál að ganga í berhögg við til að mynda sýn OECD á efnahagsframtíð landsins. „OECD hefur ekki staðið sig vel í að spá fyrir um fjármálakreppur,“ sagði hann og Danske Bank ráðlagði um leið viðskiptavinum sínum að veðja á frekari veikingu krónunnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði skrif Danske Bank að mörgu leyti illa grunduð og í þeim rangfærstur sem komi á óvart.Í marslok hugaði Kaupþing að aðgerðum til að skera á krosseignarhald við Exista en Sigurður Einarsson stjórnarformaðður upplýsti að málið hefði verið rætt í stjórn bankans. Exista átti 21 prósents hlut í Kaupþingi og bankinn á móti um 19 prósenta hlut í Exista. „Þetta krosseignarhald er ekki á grundvelli neins valdaspils fyrir bankann. Stjórnin hefur því rætt það hvort ekki sé kominn tími til að leysa það eignarhald upp. Við munum vinna að því að finna lausn á því og höfum átt í viðræðum við eigendur Exista með það að markmiði að Exista verði skráð á markað og eign Kaupþings banka verði greidd hluthöfum bankans sem arður,“ sagði Sigurður.Mishkin áréttar styrka stöðu hagkerfisinsÍ lok mars virtist Glitnir vera að síga fram úr hinum bönkunum í umræðunni um stöðu þeirra. Bankinn varð þá sá fyrsti til að fá einkunn frá Standard & Poor‘s og var þá í A-flokki hjá öllum lánshæfismatsfyrirtækjunum.Í apríl komu svo höfundar svörtu skýrslunnar frá Danske Bank til landsins sem gestir á ráðstefnu Félags viðskipta- og hagfræðinga. Þar ræddu málin við þá Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Tryggvi Þór Herbertsson, þá forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Í byrjun maí fór svo að bera á viðsnúningi í umræðunni sem fram til þess tíma hafði verið á svörtu nótunum. „Ég tel að umræðan hafi verið yfirdrifin án þess að það sé einhverjum einum að kenna,“ sagði Neil Prothero, hagfræðingur í greiningarteymi Economist, í byrjun maí, en þá var upplýst um þá fyrirætlan tímaritsins að halda hér hringborðsumræður um miðjan mánuðinn. Hringborð Economist var það fyrsta sem blaðið hélt á Norðurlöndum. Neil sagði spennandi tíma framundan. Þótt umræða um banka og hagkerfi hefði verið yfirdrifin og neikvæðni meiri en efni hefðu staðið til þá kynni það engu að síður að vera til góðs. Taldi hann að umræðan gerði að verkum að menn stigju varlegar til jarðar.Í byrjun maí kom svo einnig út skýsla Frederics Mishkin hagfræðiprófessors við Colombia-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann sagði íslenskt hagkerfi standa traustum fótum. Viðskiptaráð hafði falið Mishkin að kanna stöðu efnahagslífsins og niðurstaðan var skýrsla sem hann skrifaði með Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar. Mishkin víaði algjörlega á bug kenningum um yfirvofandi kreppu. „Ég get ekki spá fyrir um hvað muni gerast, en grunnur hagkerfisins er góður,“ sagði hann og tók ekki undir gagnrýni í þá veru að íslensku bankarnir hefðu vaxið hraða en þeim væri hollt. „Máli skiptir hvernig haldið er á málum. Algengustu mistökin í þessu sambandi eru að vanmeta áhættu. Það er ekki tilfellið með íslensku bankana. Þeir eru mjög meðvitaðir um áhættuna af starfsemi sinni.“ Mishkin var síðar á árinu tekinn inn í hóp seðlabankastjóra í Bandaríkjunum og er það til marks um þá virðingu sem hann nýtur í heimi hagfræðinnar, enda talinn í hópi færustu sérfræðinga á sínu sviði. Er því ekki ofsagt að skýrsla hans hafi markað nokkur vatnaskil í umræðunni.Síðan má segja að undir sumarlok hafi komið síðasti hnykkurinn í þeirri viðleitni að árétta styrka stöðu bankanna þegar þeir skiluðu hálfsársuppgjörum sínum. Sér í lagi var uppgjör Glitnis glæsilegt, en bankinn skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi, um ellefu milljörðum króna. Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins nam 20,1 milljarði, en Glitnir var einn um að bæta sig frá fyrsta til annars ársfjórðungs. Hagnaður Kaupþings á öðrum ársfjórðungi nam 13 milljörðum króna og Landsbankans 6,1 milljarði. Undir smásjánni Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Árið er markað af óróleika í kringum bankana og umræðu um þá. Boltinn tók að rúlla í upphafi árs með vangaveltum um stöðu bankanna, við það jókst fjármögnunarkostnaður þeirra, sem svo aftur ýtti undir frekari vangaveltur um framtíðarhorfur þeirra. Segja má að óróaskeiðinu hafi svo lokið með Mishkin-skýrslunni og hálfsársuppgjörum bankanna. Staða þeirra hvað varðar fjármögnunarkostnað er þó ennþá töluvert lakari en var á árinu 2005, en hefur verið að lagast hægt og hægt á seinni hluta ársins og þá sér í lagi eftir því sem þeir hafa sýnt fram á getu sína til að sækja sér fjármagn víðar en á skuldabréfamarkaði í Evrópu. Greiningarfyrirtæki áttu fyrsta leikTvö erlend greiningarfyrirtæki, Barkleys Capital Research og svo Credit Sights, tóku sig til í febrúarbyrjun og gagnrýndu lánshæfismat íslensku bankanna og sögðu gengishagnað af hlutabréfum gera að verkum að staða þeirra væri veikari en uppgjör bentu til. Bent var á meint krosseignarhald og talið að bönkunum væri hætta búin vegna ójafnvægis í efnahagsmálum hér.Íslandsbanki og Landsbanki funduðu með fjárfestum í Bretlandi í upphafi mánaðarins. Bankarnir sögðu gagnrýnina á misskilningi byggða, ruglað væri saman eignarhaldi og framvirkum samningum, afkoman væri góð burtséð frá gengishagnaði og að áhætta bankanna væri orðin það dreifð að ójafnvægi í efnahagsmálum hér hefði ekki nema takmörkuð áhrif. Töldu menn í bönkunum að aukin og bætt upplýsingagjöf í útlöndum myndi brátt skila sér.Þegar matsfyrirtækið Fitch undir lok mánaðarins breytti svo horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar féll bæði krónan og verð hlutabréfa. Ástandinu var þannig lýst að fjármálakerfið hefði titrað af spenningi. Efnahagsstefna ríkisins var gagnrýnd í mati fyrirtækisins og vaxandi erlend skuldsetning og mikill viðskiptahalli sögð áhyggjuefni. Fitch sagði einkenni ofhitnunar í hagkerfinu.JP Morgan birti hins vegar skýrslu um bankana þar sem við annan tón kvað en hjá öðrum erlendum greiningardeildum. Bankinn sagði fjárfesta hafa ofmetið áhættuþætti í rekstri bankanna og að álag á skuldabréf þeirra væri orðið of hátt. Í kjölfar frétta af breyttum horfum hjá ríkinu staðfesti Fitch svo í lok febrúar lánshæfismat allra íslensku bankanna.Merrill Lynch og Danske bank bæta íUndir miðjan mars gekk svo Halldór Ásgrímsson fram og áréttaði styrka stöðu íslenska bankakerfisins. En nokkrum dögum fyrr hafði enn eitt bakslagið komið í umræðuna þegar skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch kom út. Þá voru einnig nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hefði nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch taldi óvissu um hvort mjúk lending næðist í hagkerfinu og tald matsfyrirtækin Moody‘s og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til „kerfislægrar áhættu“ bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan var að einhverju leyti samhljóma álitum Barclays Capital Research og Credit Sights frá því í byrjun febrúar. Skýrsla Merrill Lynch var þó heldur ítarlegri og gerði ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Glitnir var sagður standa einna best.Í mars kom einnig út 21. mánaðarins skýrsla Danske Bank um íslensku bankana og efnahagslíf. Í henni var dregin upp kolsvört mynd þar sem landinu var líkt við Tyrkland og Taíland. Spáð var kreppu annað hvort á þessu ári eða næsta. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, sagðist veigra sér við að kalla skrif Danske Bank skýrslu eða álit. „Plaggið er óvenjulega stóryrt,“ sagði hann og benti á að höfundar Danske segðust sjálfir ekki sérfræðingar í málefnum Íslands.„Og þeir virðast standa undir þeirri fullyrðingu,“ bætti hann við. Daginn eftir að skýrslan kom út lækkaði gengi krónunnar um 2,25 prósent og verð hlutabréfa féll, úrvalsvísitalan lækkaði um 3,25 prósent. Sendiráð Íslands í Danmörku sendi út fréttatilkynningu vegna svörtu skýrslunnar þar sem styrk staða bankanna hér var áréttuð. Carten Valgreen, yfirhagfræðingur greiningardeildar Danske Bank, taldi hins vegar enga ástæðu til að draga í land þrátt fyrir harða gagnrýni héðan á skýrsluna. „Þetta er okkar skoðun og öðrum er frjálst að vera ósammála henni. Ég vona að við höfum ekki rétt fyrir okkur,“ sagði hann og taldi lítið mál að ganga í berhögg við til að mynda sýn OECD á efnahagsframtíð landsins. „OECD hefur ekki staðið sig vel í að spá fyrir um fjármálakreppur,“ sagði hann og Danske Bank ráðlagði um leið viðskiptavinum sínum að veðja á frekari veikingu krónunnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði skrif Danske Bank að mörgu leyti illa grunduð og í þeim rangfærstur sem komi á óvart.Í marslok hugaði Kaupþing að aðgerðum til að skera á krosseignarhald við Exista en Sigurður Einarsson stjórnarformaðður upplýsti að málið hefði verið rætt í stjórn bankans. Exista átti 21 prósents hlut í Kaupþingi og bankinn á móti um 19 prósenta hlut í Exista. „Þetta krosseignarhald er ekki á grundvelli neins valdaspils fyrir bankann. Stjórnin hefur því rætt það hvort ekki sé kominn tími til að leysa það eignarhald upp. Við munum vinna að því að finna lausn á því og höfum átt í viðræðum við eigendur Exista með það að markmiði að Exista verði skráð á markað og eign Kaupþings banka verði greidd hluthöfum bankans sem arður,“ sagði Sigurður.Mishkin áréttar styrka stöðu hagkerfisinsÍ lok mars virtist Glitnir vera að síga fram úr hinum bönkunum í umræðunni um stöðu þeirra. Bankinn varð þá sá fyrsti til að fá einkunn frá Standard & Poor‘s og var þá í A-flokki hjá öllum lánshæfismatsfyrirtækjunum.Í apríl komu svo höfundar svörtu skýrslunnar frá Danske Bank til landsins sem gestir á ráðstefnu Félags viðskipta- og hagfræðinga. Þar ræddu málin við þá Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Tryggvi Þór Herbertsson, þá forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Í byrjun maí fór svo að bera á viðsnúningi í umræðunni sem fram til þess tíma hafði verið á svörtu nótunum. „Ég tel að umræðan hafi verið yfirdrifin án þess að það sé einhverjum einum að kenna,“ sagði Neil Prothero, hagfræðingur í greiningarteymi Economist, í byrjun maí, en þá var upplýst um þá fyrirætlan tímaritsins að halda hér hringborðsumræður um miðjan mánuðinn. Hringborð Economist var það fyrsta sem blaðið hélt á Norðurlöndum. Neil sagði spennandi tíma framundan. Þótt umræða um banka og hagkerfi hefði verið yfirdrifin og neikvæðni meiri en efni hefðu staðið til þá kynni það engu að síður að vera til góðs. Taldi hann að umræðan gerði að verkum að menn stigju varlegar til jarðar.Í byrjun maí kom svo einnig út skýsla Frederics Mishkin hagfræðiprófessors við Colombia-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann sagði íslenskt hagkerfi standa traustum fótum. Viðskiptaráð hafði falið Mishkin að kanna stöðu efnahagslífsins og niðurstaðan var skýrsla sem hann skrifaði með Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar. Mishkin víaði algjörlega á bug kenningum um yfirvofandi kreppu. „Ég get ekki spá fyrir um hvað muni gerast, en grunnur hagkerfisins er góður,“ sagði hann og tók ekki undir gagnrýni í þá veru að íslensku bankarnir hefðu vaxið hraða en þeim væri hollt. „Máli skiptir hvernig haldið er á málum. Algengustu mistökin í þessu sambandi eru að vanmeta áhættu. Það er ekki tilfellið með íslensku bankana. Þeir eru mjög meðvitaðir um áhættuna af starfsemi sinni.“ Mishkin var síðar á árinu tekinn inn í hóp seðlabankastjóra í Bandaríkjunum og er það til marks um þá virðingu sem hann nýtur í heimi hagfræðinnar, enda talinn í hópi færustu sérfræðinga á sínu sviði. Er því ekki ofsagt að skýrsla hans hafi markað nokkur vatnaskil í umræðunni.Síðan má segja að undir sumarlok hafi komið síðasti hnykkurinn í þeirri viðleitni að árétta styrka stöðu bankanna þegar þeir skiluðu hálfsársuppgjörum sínum. Sér í lagi var uppgjör Glitnis glæsilegt, en bankinn skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi, um ellefu milljörðum króna. Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins nam 20,1 milljarði, en Glitnir var einn um að bæta sig frá fyrsta til annars ársfjórðungs. Hagnaður Kaupþings á öðrum ársfjórðungi nam 13 milljörðum króna og Landsbankans 6,1 milljarði.
Undir smásjánni Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira