Framtíðin björt að refsingu afstaðinni Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. desember 2006 04:00 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis Fyrir helgina kynnti Teymi margvíslegar aðgerðir til að bæta reksturinn og þá helst með það fyrir augum að létta skuldastöðu félagsins. Teymi er fjarskipta- og upplýsingatæknihluti þess sem áður tilheyrði Dagsbrún. Fjölmiðlahluti Dagsbrúnar er núna undir merkjum 365. Gengi þessara fyrirtækja féll ört á markaði í kjölfar umbreytinga og umróts sem fylgdi fregnum af miklum skuldum og fjárfestingum sem ekki höfðu reynst vænlegar þegar upp var staðið. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir að þar á bæ líti menn ekki svo á að staða félagsins sé erfið enda séu hjá því rótgrónar rekstrareiningar og telur að markaðurinn muni líta til rekstrarsögu þeirra og vaxtarmöguleika. „Þar eru fyrirtæki sem eiga sér langa sögu og góða rekstrarsögu. Þetta eru fyrirtæki með þekkt vörumerki og sterka stöðu á markaði. Við teljum því að fyrirtækin sem saman koma undir heiti Teymis séu sterkar einingar sem saman myndi sterka heild og séu í þannig stöðu að þau eigi að geta gert mjög góða hluti.“ Þannig telur Árni Pétur að lækkun á gengi Teymis sé ákveðin refsing frá markaðnum fyrir fortíðina. „Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það enda ræður markaðurinn, hann metur félög, umbunar þeim og refsar eftir atvikum. Það á jafnt við um okkur og aðra sem á markaðnum eru. Ég held að alveg ljóst sé að slíkur hefur dómur hefur farið fram um okkar starfsemi, en það tel ég ekki að muni elta okkur inn í framtíðina heldur að menn séu búnir að taka þetta út. Niðurstaðan með Dagsbrún liggur fyrir, uppgjörið komið fram, dómur markaðarins er fallinn.“ Aðgerðir til að létta áÁrni Pétur Jónsson og Mathias Jungemann framkvæmdastjóri Vodafone handsala samning Fyrr á árinu gaf Vodafone Group heimild til þess að vörumerki fyrirtækisins yrði notað óbreytt hér á landi og var því hægt að fella niður Og úr nafni Vodafone. Um leið var samið um greiðan aðgang Vodafone hér að nýjungum ytra. Markaðurinn/GVAStjórnendur Teymis töldu skuldastöðu félagsins óviðunandi og því var gengið í að létta á henni. „Um þær aðgerðir höfum við tilkynnt til Kauphallar Íslands. Við höfum tilkynnt um að búið sé að ganga frá sölu á fasteignum félagsins, en þeir peningar fara í að greiða niður skuldir. Við erum líka búin að tilkynna um að félagið hafi verið endurfjármagnað sem bæði léttir á skuldastöðu þess og ekki síður á greiðsluþunganum á félaginu. Í byrjun næsta árs ætlum við svo að fara í hlutafjárútboð. Allar miða þessar aðgerðir að því að laga stöðu félagsins.“ Árni Pétur leggur hins vegar áherslu á að einingar félagsins séu traustar, í góðum rekstri og skili jákvæðri afkomu. „Við munum auðvitað með því að reka félögin okkar vel áfram tryggja að við fáum inn gott fjármagn, bæði til að láta félögin vaxa og dafna og eins til að styrkja stöðuna, bæði í rekstrinum og á efnahagsreikningi okkar.“ Stærstu húseignirnar sem gengið var í að selja segir Árni Pétur vera hús Skýrr í Ármúla, fasteignir Securitas í Síðumúla, fasteignir EJS við Grensásveg og svo húsnæði Kögunar við Lyngháls. Hann segir þessum eignabreytingum ekki fylgja rask fyrir fyrirtækin sem þar starfa því samhliða hafi verið gerður langtímaleigusamningur við kaupanda húsnæðisins, en það sé sjálfstætt fasteignafélag á höfuðborgarsvæðinu óskylt eigendum Teymis, en í eignirnar hafi boðið nokkur fasteignafélög. „Fyrst og fremst er þetta gert til að losa fjármagn og greiða niður skuldir,“ segir hann og vonast til þess að Teymi hafi nú sýnt með verkum sínum góða tilburði í þá átt að laga þá stöðu fljótt og vel. Hann bendir á að um þessar mundir sé Teymi hálfsmánaðargamalt félag þar sem búið sé að endurfjármagna, selja fasteignir og ganga frá hlutafjárloforði. Vodafone stæsta eininginÁ fjarskiptamarkaði, og þá sérstaklega í símahlutanum þar sem meðal annars er Vodafone telur Teymi sig enn eiga mikið inni. „Í Vodafone erum við til þess að gera með ungt félag sem við höfum verið að styrkja og farið í gegn um stöðugar aðgerðir að því marki. Nú síðast gerðum við stóran samning við Vodafone Group um að fá að nota vörumerki þeirra fyrir okkar starfsemi hér og höfum í gegn um það aðgengi að nýjum vörum sem við höfum verið að kynna fyrir íslenskum neytendum og teljum mjög sterkar, enda hafa þær haft í för með sér bæði aukna þjónustu og lægra verð. Með þetta að vopni tel ég að við eigum enn mikið inni á símamarkaði þar sem vöxtur okkar hefur þó verið mjög mikill,“ segir Árni Pétur og vísar til þess að í sex mánaða uppgjöri félagsins hafi verið kynntur ríflega 22 prósenta vöxtur í GSM þjónustu fyrirtækisins. „Vodafone er stærsta einstaka einingin innan Teymis og gangurinn með Vodafone hér mun skipta Teymi mjög miklu. En auk þess erum við með önnur sterk merki svo sem Securitas sem vaxið hefur hratt hjá okkur líka og þar teljum við mikil sóknarfæri enn, bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Svo eru einingarnar í upplýsingatækninni sem einnig hafa vaxtartækifæri.“ Þar bendir Árni Pétur á Skýrr sem sé stærsta hugbúnaðarhús á landinu og EJS sem á hafi að skipa öflugum vörumerkjum á borð við Dell auk þess að vera í samstarfi við Microsoft. „Síðan eigum við Kögun, sem er stærsta íslenska félagið í sérskrifum á hugbúnaðarlausnum. Öll eru þessi fyrirtæki þekkt og með sterka stöðu, en tækifærin felast kannski fyrst og frest í því að ná að vinna betur úr þessum einingum og sækja fram á nýja markaði. Sum þessara fyrirtækja hafa til dæmis nánast einvörðungu starfað á fyrirtækjamarkaði til þessa.“ Lítil yfirbygging, snarpar ákvarðanirÁrni Pétur kvíðir ekki harðri samkeppni á upplýsingatæknimarkaði hér innanlands og segir hana í raun mikla á öllum mörkuðum sem Teymi starfar á. „Þessi félög hafa hins vegar sýnt að þau eru til alls líkleg. Öll eru þau annaðhvort leiðandi eða í öðru sæti á sínum markaði, vöxtur er í starfsemi þeirra allra og við teljum enn tækifæri til enn frekari vaxtar. Svo er það ekki síst fyrir sakir hörkunnar sem verið hefur í samkeppni bæði á fjarskipta- og upplýsingatæknimarkaði að við leggjum áherslu á létta yfirbyggingu og skjóta ákvarðanatöku þannig að hægt sé að bregðast hratt við.“ Þá segir Árni Pétur ekki verra þótt á einhverjum sviðum kunni að skarast starfsemi þeirra fyrirtækja sem heyra undir Teymi. „Við höfum lagt það þannig upp að við teljum tækifærin fyrst og fremst fólgin í rekstri hverrar einingar fyrir sig. Uppbyggingin er þannig að hver þeirra er sjálfstæð og sér um sinn rekstur, en hjá Teymi erum við svo með skipulag og utanumhald sem styður við mögulegt samstarf þeirra.“ Möguleg tenging eininga segir Árni Pétur hins vegar ekki ráðandi um framgang Teymis. Við höfum hins vegar sagt að í þessu sé skörun þar sem nokkur þessara félaga eru að veita sambærilega, eða jafnvel sömu þjónustu. Við erum að fara yfir þá mynd með það fyrir augum að hver vara sé framleidd á einum stað þótt hún sé seld á þeim öllum. Þannig komumst við hjá því að margir séu í því að finna upp og þróa sömu vöru eða þjónustu, en um leið forðumst við að stilla því þannig upp að hún verði bara í boði hjá einhverjum einum.“ Þannig segir Árni Pétur hægt að viðhalda samkeppni milli eininganna og telur það heilbrigt fyrir móðurfélagið. „Við höfum stillt þessu þannig upp að Teymi er í raun lítið félag, en hjá því eru bara fjórir starfsmenn. Uppbyggingin er einföld þar sem byggt er á skilvirkri stjórnun, skjótri ákvarðanatöku og hagkvæmri uppsetningu. Við ætlum ekki að vera með mikla yfirbyggingu heldur halda niðri rekstrarkostnaði og vera tilbúin í slaginn,“ segir Árni Pétur og kveður þegar búið að koma þessari skipan mála á. „Í hverri einingu hjá okkur erum við svo með mjög reynda stjórnendur, metnaðarfulla og árangursdrifna. Saman höfum við sett okkur þau markmið að gera Teymi að stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði og leggjum bjartsýn af stað í þetta ferðalag,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Viðtöl Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrir helgina kynnti Teymi margvíslegar aðgerðir til að bæta reksturinn og þá helst með það fyrir augum að létta skuldastöðu félagsins. Teymi er fjarskipta- og upplýsingatæknihluti þess sem áður tilheyrði Dagsbrún. Fjölmiðlahluti Dagsbrúnar er núna undir merkjum 365. Gengi þessara fyrirtækja féll ört á markaði í kjölfar umbreytinga og umróts sem fylgdi fregnum af miklum skuldum og fjárfestingum sem ekki höfðu reynst vænlegar þegar upp var staðið. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir að þar á bæ líti menn ekki svo á að staða félagsins sé erfið enda séu hjá því rótgrónar rekstrareiningar og telur að markaðurinn muni líta til rekstrarsögu þeirra og vaxtarmöguleika. „Þar eru fyrirtæki sem eiga sér langa sögu og góða rekstrarsögu. Þetta eru fyrirtæki með þekkt vörumerki og sterka stöðu á markaði. Við teljum því að fyrirtækin sem saman koma undir heiti Teymis séu sterkar einingar sem saman myndi sterka heild og séu í þannig stöðu að þau eigi að geta gert mjög góða hluti.“ Þannig telur Árni Pétur að lækkun á gengi Teymis sé ákveðin refsing frá markaðnum fyrir fortíðina. „Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það enda ræður markaðurinn, hann metur félög, umbunar þeim og refsar eftir atvikum. Það á jafnt við um okkur og aðra sem á markaðnum eru. Ég held að alveg ljóst sé að slíkur hefur dómur hefur farið fram um okkar starfsemi, en það tel ég ekki að muni elta okkur inn í framtíðina heldur að menn séu búnir að taka þetta út. Niðurstaðan með Dagsbrún liggur fyrir, uppgjörið komið fram, dómur markaðarins er fallinn.“ Aðgerðir til að létta áÁrni Pétur Jónsson og Mathias Jungemann framkvæmdastjóri Vodafone handsala samning Fyrr á árinu gaf Vodafone Group heimild til þess að vörumerki fyrirtækisins yrði notað óbreytt hér á landi og var því hægt að fella niður Og úr nafni Vodafone. Um leið var samið um greiðan aðgang Vodafone hér að nýjungum ytra. Markaðurinn/GVAStjórnendur Teymis töldu skuldastöðu félagsins óviðunandi og því var gengið í að létta á henni. „Um þær aðgerðir höfum við tilkynnt til Kauphallar Íslands. Við höfum tilkynnt um að búið sé að ganga frá sölu á fasteignum félagsins, en þeir peningar fara í að greiða niður skuldir. Við erum líka búin að tilkynna um að félagið hafi verið endurfjármagnað sem bæði léttir á skuldastöðu þess og ekki síður á greiðsluþunganum á félaginu. Í byrjun næsta árs ætlum við svo að fara í hlutafjárútboð. Allar miða þessar aðgerðir að því að laga stöðu félagsins.“ Árni Pétur leggur hins vegar áherslu á að einingar félagsins séu traustar, í góðum rekstri og skili jákvæðri afkomu. „Við munum auðvitað með því að reka félögin okkar vel áfram tryggja að við fáum inn gott fjármagn, bæði til að láta félögin vaxa og dafna og eins til að styrkja stöðuna, bæði í rekstrinum og á efnahagsreikningi okkar.“ Stærstu húseignirnar sem gengið var í að selja segir Árni Pétur vera hús Skýrr í Ármúla, fasteignir Securitas í Síðumúla, fasteignir EJS við Grensásveg og svo húsnæði Kögunar við Lyngháls. Hann segir þessum eignabreytingum ekki fylgja rask fyrir fyrirtækin sem þar starfa því samhliða hafi verið gerður langtímaleigusamningur við kaupanda húsnæðisins, en það sé sjálfstætt fasteignafélag á höfuðborgarsvæðinu óskylt eigendum Teymis, en í eignirnar hafi boðið nokkur fasteignafélög. „Fyrst og fremst er þetta gert til að losa fjármagn og greiða niður skuldir,“ segir hann og vonast til þess að Teymi hafi nú sýnt með verkum sínum góða tilburði í þá átt að laga þá stöðu fljótt og vel. Hann bendir á að um þessar mundir sé Teymi hálfsmánaðargamalt félag þar sem búið sé að endurfjármagna, selja fasteignir og ganga frá hlutafjárloforði. Vodafone stæsta eininginÁ fjarskiptamarkaði, og þá sérstaklega í símahlutanum þar sem meðal annars er Vodafone telur Teymi sig enn eiga mikið inni. „Í Vodafone erum við til þess að gera með ungt félag sem við höfum verið að styrkja og farið í gegn um stöðugar aðgerðir að því marki. Nú síðast gerðum við stóran samning við Vodafone Group um að fá að nota vörumerki þeirra fyrir okkar starfsemi hér og höfum í gegn um það aðgengi að nýjum vörum sem við höfum verið að kynna fyrir íslenskum neytendum og teljum mjög sterkar, enda hafa þær haft í för með sér bæði aukna þjónustu og lægra verð. Með þetta að vopni tel ég að við eigum enn mikið inni á símamarkaði þar sem vöxtur okkar hefur þó verið mjög mikill,“ segir Árni Pétur og vísar til þess að í sex mánaða uppgjöri félagsins hafi verið kynntur ríflega 22 prósenta vöxtur í GSM þjónustu fyrirtækisins. „Vodafone er stærsta einstaka einingin innan Teymis og gangurinn með Vodafone hér mun skipta Teymi mjög miklu. En auk þess erum við með önnur sterk merki svo sem Securitas sem vaxið hefur hratt hjá okkur líka og þar teljum við mikil sóknarfæri enn, bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Svo eru einingarnar í upplýsingatækninni sem einnig hafa vaxtartækifæri.“ Þar bendir Árni Pétur á Skýrr sem sé stærsta hugbúnaðarhús á landinu og EJS sem á hafi að skipa öflugum vörumerkjum á borð við Dell auk þess að vera í samstarfi við Microsoft. „Síðan eigum við Kögun, sem er stærsta íslenska félagið í sérskrifum á hugbúnaðarlausnum. Öll eru þessi fyrirtæki þekkt og með sterka stöðu, en tækifærin felast kannski fyrst og frest í því að ná að vinna betur úr þessum einingum og sækja fram á nýja markaði. Sum þessara fyrirtækja hafa til dæmis nánast einvörðungu starfað á fyrirtækjamarkaði til þessa.“ Lítil yfirbygging, snarpar ákvarðanirÁrni Pétur kvíðir ekki harðri samkeppni á upplýsingatæknimarkaði hér innanlands og segir hana í raun mikla á öllum mörkuðum sem Teymi starfar á. „Þessi félög hafa hins vegar sýnt að þau eru til alls líkleg. Öll eru þau annaðhvort leiðandi eða í öðru sæti á sínum markaði, vöxtur er í starfsemi þeirra allra og við teljum enn tækifæri til enn frekari vaxtar. Svo er það ekki síst fyrir sakir hörkunnar sem verið hefur í samkeppni bæði á fjarskipta- og upplýsingatæknimarkaði að við leggjum áherslu á létta yfirbyggingu og skjóta ákvarðanatöku þannig að hægt sé að bregðast hratt við.“ Þá segir Árni Pétur ekki verra þótt á einhverjum sviðum kunni að skarast starfsemi þeirra fyrirtækja sem heyra undir Teymi. „Við höfum lagt það þannig upp að við teljum tækifærin fyrst og fremst fólgin í rekstri hverrar einingar fyrir sig. Uppbyggingin er þannig að hver þeirra er sjálfstæð og sér um sinn rekstur, en hjá Teymi erum við svo með skipulag og utanumhald sem styður við mögulegt samstarf þeirra.“ Möguleg tenging eininga segir Árni Pétur hins vegar ekki ráðandi um framgang Teymis. Við höfum hins vegar sagt að í þessu sé skörun þar sem nokkur þessara félaga eru að veita sambærilega, eða jafnvel sömu þjónustu. Við erum að fara yfir þá mynd með það fyrir augum að hver vara sé framleidd á einum stað þótt hún sé seld á þeim öllum. Þannig komumst við hjá því að margir séu í því að finna upp og þróa sömu vöru eða þjónustu, en um leið forðumst við að stilla því þannig upp að hún verði bara í boði hjá einhverjum einum.“ Þannig segir Árni Pétur hægt að viðhalda samkeppni milli eininganna og telur það heilbrigt fyrir móðurfélagið. „Við höfum stillt þessu þannig upp að Teymi er í raun lítið félag, en hjá því eru bara fjórir starfsmenn. Uppbyggingin er einföld þar sem byggt er á skilvirkri stjórnun, skjótri ákvarðanatöku og hagkvæmri uppsetningu. Við ætlum ekki að vera með mikla yfirbyggingu heldur halda niðri rekstrarkostnaði og vera tilbúin í slaginn,“ segir Árni Pétur og kveður þegar búið að koma þessari skipan mála á. „Í hverri einingu hjá okkur erum við svo með mjög reynda stjórnendur, metnaðarfulla og árangursdrifna. Saman höfum við sett okkur þau markmið að gera Teymi að stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði og leggjum bjartsýn af stað í þetta ferðalag,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Viðtöl Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira