Tónlist

Kynna plötu með draugaveiðum

Draugaveiðarnar lögðust ekki vel í fjórar stúlknanna.
Draugaveiðarnar lögðust ekki vel í fjórar stúlknanna.

Breska stúlknasveitin Girls Aloud einbeitir sér nú að því að fylgja nýju plötunni sinni úr hlaði. Í því skyni ákváðu stúlkurnar að fara með upptökulið upp á arminn í tvö hús sem bæði eru víðfræg fyrir reimleika, og fara þar í andaglas. Ein þeirra, Nadine Coyle, þverneitaði þó að taka þátt í ævintýrinu og kvaðst vera allt of hrædd við slíka hluti.

Hinar fjórar stúlkurnar héldu galvaskar af stað í fylgd Yvette Fielding, sem stjórnar þættinum Most Haunted. Tilraunin fór þó ekki betur en svo að Nicola Roberts flúði tökustað og Cheryl Tweedy og Kimberley Walsh grétu hvor í kapp við aðra. Cheryl sagði lífsreynsluna hafa verið hræðilega, hún hafi öskrað og grátið til skiptis. Kimberley, sem kvaðst vera tortryggnasta stúlkan í hópnum, sagðist hins vegar hafa öðlast trú á drauga og önnur slík fyrirbæri. Miðað við áhrifin sem tilraunin hafði á hljómsveitarmeðlimi verður því forvitnilegt að sjá hvort hún mun hrista upp í plötusölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.