Ég er maður eins og þeir 24. nóvember 2006 01:00 Guðmundur Erlingsson leikstjóri MYND/gva Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“ Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent