Málanám frjálst val innan EES 20. nóvember 2006 05:30 Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira