Málanám frjálst val innan EES 20. nóvember 2006 05:30 Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki. Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki.
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent