Hugmyndafræðileg flatneskja? 20. nóvember 2006 05:00 Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar