Neitar að tjá sig um málið 16. nóvember 2006 05:15 Árni Johnsen Neitaði að ræða ummæli sín þess efnis að brot hans væru tæknileg mistök. Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira