Ástlaust hjónaband 15. nóvember 2006 06:00 Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira