Erlent

Jafnaðarmenn auka fylgi sitt

Rúmlega þrjátíu prósent Dana myndu kjósa Jafnaðarmannaflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Er þetta mesta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnun í meira en tvö ár samkvæmt frétt Jótlandspóstsins á sunnudag.

Flokkurinn mælist nú stærsti flokkur landsins því flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, Venstre, fengi aðeins fjórðung atkvæða.

Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu myndu sameiginlega bæta við sig tíu þingsætum ef þetta yrðu niðurstöður kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×