Erlent

Palestínustjórn er að verða til

Mohammed Shabir
Myndin er tekin í íslamska háskólanum í Gazaborg í gær.
Mohammed Shabir Myndin er tekin í íslamska háskólanum í Gazaborg í gær. MYND/AP

Mohammed Shabir, sextugur háskólamaður, verður að öllum líkindum forsætisráðherra í nýrri Palestínustjórn, sem nú er í fæðingu. Tvær helstu stjórnmálahreyfingar Palestínumanna, Hamas og Fatah, hafa komið sér saman um þetta, að því er AP fréttastofan hafði eftir Moussa Abu Marzouk, yfirmanni í höfuðstöðvum Hamas í Sýrlandi.

Hamas og Fatah hafa árangurslaust reynt að mynda stjórn allar götur síðan Hamas vann meirihluta í þingkosningum fyrr á árinu. Shabir og aðrir helstu ráðherrar væntanlegrar stjórnar eru hvorki meðlimir Hamas né Fatah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×