Erlend börn standa verr að vígi en íslensk 5. nóvember 2006 09:00 Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri. Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.
Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira