Erlent

Óvarið kynlíf er banvænt

Danir hafa tekið saman hversu margir deyja úr óvörðu kynlífi á ári.
Danir hafa tekið saman hversu margir deyja úr óvörðu kynlífi á ári.

 Á hverju ári eru 10.000 Danir lagðir inn á sjúkrahús og 300 deyja eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, kemur fram í frétt Politiken. Lýðheilsustöð Danmerkur tók saman tölurnar sem sýna að hálft prósent allra dauðsfalla í landinu má rekja til sjúkdóma sem smitast í gegnum óvarið kynlíf.

Athygli vekur að slíkt kynlíf virðist mun hættulegra konum en körlum, því þrisvar sinnum fleiri konur deyja vegna þess en karlar. Flestir karlar deyja úr eyðni, en konur úr legkrabbameini og þær konur sem fá eyðni deyja fyrr en karlar með sama sjúkdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×