Reykjavík og Akureyri selja hlut sinn í Landsvirkjun 1. nóvember 2006 03:30 Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins. Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins.
Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira