Barði mann í afbrýðiskasti 1. nóvember 2006 01:15 Hafnarstræti Árásin átti sér stað á skemmtistað í götunni þar sem málsaðilar unnu saman. Tilefni hennar var framhjáhald annars þeirra með kærustu hins. Tuttugu og sex ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Tveir mánuðir refsingar hans eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Árásarmaðurinn og fórnarlamb hans störfuðu á þeim tíma saman á skemmtistað í Hafnarstræti. Kvöldið áður en árásin varð hafði unnusta árásarmannsins skýrt honum frá því að hún hefði um nóttina haldið framhjá honum með fórnarlambinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði tekið tíðindin mjög nærri sér og bar fyrir sig minnisleysi um árásina vegna taugaáfalls sem hann sagðist hafa fengið eftir fregnirnar um framhjáhaldið. Samkvæmt framburði vitna voru átökin mjög einhliða enda árásarmaðurinn um tveir metrar á hæð og auk þess með brúnt belti í bardagaíþrótinni jiu-jitsu. Hann barði höfði fórnarlambsins við barborð, sló hann ítrekað með hnefahöggum og sparkaði bæði í andlit og líkama hans með þeim afleiðingum að hann hlaut fjölmarga og alvarlega áverka. Fórnarlambið sagðist fyrir dómi ekki enn búinn að ná sér eftir árásina, hvorki líkamlega né andlega. Auk fangelsisdómsins þarf árásarmaðurinn að greiða fórnarlambinu 553.777 krónur. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Tuttugu og sex ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Tveir mánuðir refsingar hans eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Árásarmaðurinn og fórnarlamb hans störfuðu á þeim tíma saman á skemmtistað í Hafnarstræti. Kvöldið áður en árásin varð hafði unnusta árásarmannsins skýrt honum frá því að hún hefði um nóttina haldið framhjá honum með fórnarlambinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði tekið tíðindin mjög nærri sér og bar fyrir sig minnisleysi um árásina vegna taugaáfalls sem hann sagðist hafa fengið eftir fregnirnar um framhjáhaldið. Samkvæmt framburði vitna voru átökin mjög einhliða enda árásarmaðurinn um tveir metrar á hæð og auk þess með brúnt belti í bardagaíþrótinni jiu-jitsu. Hann barði höfði fórnarlambsins við barborð, sló hann ítrekað með hnefahöggum og sparkaði bæði í andlit og líkama hans með þeim afleiðingum að hann hlaut fjölmarga og alvarlega áverka. Fórnarlambið sagðist fyrir dómi ekki enn búinn að ná sér eftir árásina, hvorki líkamlega né andlega. Auk fangelsisdómsins þarf árásarmaðurinn að greiða fórnarlambinu 553.777 krónur.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira