Erlent

Vill gera samstarfið sýnilegra

Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu sér í gær saman um að Halldór Ásgrímsson yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er Svíinn Per Unckel lætur af því embætti um áramótin.

Á blaðamannafundi eftir fund forsætisráðherranna og leiðtoga norrænu sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja í Kaupmannahöfn í gærmorgun tilkynnti norski forsætisráðherrann Jens Stoltenberg um þessa ákvörðun. Stoltenberg sagði þá staðreynd að Íslendingur hefði aldrei áður gengt þessu embætti hefði haft mikið að segja, fyrir utan það hve Halldór ætti glæstan feril að baki í stjórnmálum og norrænu samstarfi.

Á blaðamannafundi í Kristjánsborgarhöll, þar sem Norðurlandaráðsþing var sett í gær, sagðist Halldór meðal annars vilja beita sér fyrir því að færa norrænt samstarf ¿nær borgurunum¿ og gera það sýnilegra, í samræmi við eindrægan vilja almennings í löndunum fimm, en sá vilji kemur skýrt fram í nýrri skoðanakönnun sem Norðurlandaráð lét gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×