Erlent

Vilja ekki sjá fleiri konur

Þingmenn á færeyska lögþinginu brugðust ókvæða við þegar tillaga kom fram um að bæta stöðu kvenna á þinginu í nokkra daga. Tillagan kom frá jafnréttisnefnd Færeyja, sem er óháð nefnd skipuð af landsstjórninni, og hugmyndin var sú að karlar á þingi myndu víkja í nokkra daga og kvenkyns varamenn tækju sæti þeirra á meðan.

Sumir þingmennirnir urðu beinlínis reiðir þegar þessi tillaga var rædd, að því er fram kemur í frásögn færeyska dagblaðsins Sósíalurin. Aðrir þingmenn gerðu óspart grín að hugmyndinni, og ekki var hún samþykkt.

Konur á færeyska lögþinginu eru einungis þrjár af 32 þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×