Hvaða kraftur knýr íslensku útrásina? 25. október 2006 00:01 Fyrir síðustu aldamót hafði hugtakið útrás ekki aðra þýðingu í hugum fólks en þá að fá útrás. Var það notað um að losa um einhverjar hömlur innra með sér, kannski með því sleppa sér í danssveiflu, fá sér vel í aðra tána eða sprengja sig á hlaupabrettinu í World Class. Margt hefur breyst síðan þá og í dag eru allir sammála um merkingu þessa orðs sem er nú tákn fyrir glæsta, en oft á tíðum óskiljanlega, framgöngu íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Þessi mikli gangur hefur ýmist vakið aðdáun eða tortryggni, eða jafnvel hvort tveggja í laumi, en sennilega fyrst og fremst forvitni hins almenna borgara sem enn sér milljónamæringinn sem vellauðugan mann og á erfitt með að hugsa í milljörðum. Hugmyndin að ítarlegri rannsókn á fyrirbærinu vaknaði í kolli Snjólfs Ólafssonar prófessors nú í sumar. Hún fékk góðan hljómgrunn meðal annarra kennara viðskipta- og hagfræðideildar, enda eru þeir forvitnir eins og annað fólk og í stakk búnir til að skoða útrásina með fræðimannagleraugum. Hafist var handa við undirbúning verkefnisins fyrir um sex vikum og var meðal annars leitað til útrásarfyrirtækjanna sjálfra eftir fjárstuðningi. Þar fengust strax jákvæð viðbrögð og því var unnt að ráða Auði Hermannsdóttur, sem nýverið lauk meistaranámi í viðskiptafræði, í fullt starf við verkefnið. Auk Snjólfs eru þrír í verkefnastjórn, þeir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Guðlaugsson og Runólfur Smári Steinþórsson en fleiri munu koma að verkefninu á einn eða annan hátt þegar fram líða stundir.Fræðilegar og hagnýtar niðurstöðurMarkmiðið með rannsókninni er að auka þekkingu meðal fræðimanna, ráðgjafa, embættismanna, stjórnmálamanna, stjórnenda og annarra og er stefnt á að niðurstöðurnar verði bæði fræðilegar og hagnýtar. Eftir um það bil tvö ár er svo stefnt á að nægilega mikil þekking hafi skapast til að efni verði komið í spennandi bók um íslensku útrásina. Þar að auki er ætlunin að birta ítarlega grein í virtu erlendu fagtímariti.Við teljum það mjög áhugavert sem útrásarfyrirtækin eru að gera og að árangurinn sé einstakur. Hvort hann er það á svo eftir að koma í ljós þegar líður á verkefnið og niðurstöðurnar fara að koma í ljós, segir Snjólfur. Til þess að geta greint það á faglegan hátt af hverju, og hvort, íslensku útrásarfyrirtækin eru að ná svo góðum árangri þurfum við að byrja á að lýsa útrásinni. Það þarf til dæmis að skilgreina hver viðmiðin verða. Er Bakkavör til dæmis íslenskt fyrirtæki eða er það breskt fyrirtæki sem Íslendingar eiga? Hér var einu sinni til félag sem hét Icelandair sem allir landsmenn þekktu. Því var síðan breytt í FL Group og undir því var Icelandair Group en fyrir nokkru var sá hluti seldur. Eftir stendur FL Group sem á ekkert í Icelandair Group. Hlutirnir gerast hratt í viðskiptum og þetta gerir okkur í sumum tilvikum erfitt fyrir. Þetta sýnir þó fyrst og fremst hversu spennandi þetta verkefni er sem við ætlum að fara að glíma við, segir Snjólfur.Mikilvægar þjóðfélagsumbæturÝmislegt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að undanförnu sem hefur skapað íslenskum fyrirtækjum hagstæðari vinnuskilyrði. Viðskiptaráð Íslands hefur fylgst náið með framgangi íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Það eru nokkrir þættir sem útskýra þessa miklu og hröðu útrás síðustu ára. Í fyrsta lagi má nefna EES-samninginn sem opnaði markaði fyrir vöxt utan Íslands. Þá höfðu breytingar á skattaumhverfi mjög hvetjandi áhrif á fyrirtæki til að vaxa frekar og sú staðreynd að Ísland er lítill markaður gerði það að verkum að vöxt varð að sækja erlendis, segir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Einkavæðing bankanna var síðan vítamínsprauta og sýnir best hversu mikilvægt er að fyrirtæki séu í einkarekstri en ekki ríkisrekstri. Þessar breytingar í umhverfinu voru mikilvægar og okkar vel menntaða fólk sem gjarnan er með alþjóðlega framhaldsmenntun og mikinn frumkvöðlakraft nýtti sóknarfærið. Þá má einnig nefna að sú staðreynd að lífeyrissjóðseignir okkar eru miklar og aðgangur að slíku fjármagni var mikilvægur.Halla telur einnig að nýjar aðferðir við vöxt erlendis hafi einfaldlega virkað betur en eldri aðferðir. Áður hafi íslensk fyrirtæki gjarnan sent íslenska starfsmenn utan með það að markmiði að markaðssetja og koma á framfæri íslenskum vörum. Nýja módelið hafi frekar verið að kaupa fyrirtæki með markaðsstöðu og gott erlent starfsfólk. Í mörgum tilfellum hafi stefna þeirra og reynsla nýst íslenskum fyrirtækjum um leið og kraftur Íslendinga hefur smitað frá sér og haft jákvæð áhrif á starfsemi þessara erlendu hefðbundnu fyrirtækja.Náttúrulegir eiginleikar í bland við hvetjandi umhverfiSá kraftur sem einkennir íslenskt viðskiptalíf um þessar mundir er að mati Höllu sambland af náttúrulegum eiginleikum og hvetjandi umhverfi. Hún telur stærstu ógnina sem Ísland gæti staðið frammi fyrir vera að þessi fyrirtæki, sem nú eru orðin svona stór og öflug, gætu kosið að flytja starfsemi sína til útlanda. Það er keppikefli að hafa hér áfram samkeppnishæft viðskiptaumhverfi með lágum sköttum, einföldum reglum og vel menntuðu fólki. Viðskiptalíf okkar er nú fjölbreyttara en nokkru sinni og því betur undir það búið að taka á sig áföll.Halla segir að brýnt sé að átta sig á að við séum ekki búin að sanna að við getum rekið þessi yfirteknu fyrirtæki og sameinað svo vel verði, þannig að hægt verði að standa undir þeirri arðsemi sem þarf þegar um skuldsett kaup er að ræða. Við þurfum úthald til að tryggja að samrunar og yfirtökur gangi eftir og nái markmiðum sínum. Það mun ekki skýrast fyrr en að nokkrum árum liðnum hvort að okkur takist það og líklegt er að í einhverjum tilfellum takist það ekki sem skyldi, enda sýna rannsóknir að 60 prósent alþjóðlegra samruna mistakist eða nái ekki markmiðum sínum.Viðfangsefnin fjölmörgViðfangsefni og hugsanlegar rannsóknarspurningar verkefnisins eru margar. Meðal þess sem verður skoðað er hvað ræður vali á fyrirtæki sem á að yfirtaka og hvaða ferli fer í gang í kjölfar yfirtökunnar. Þar að auki verður fjármálageirinn og samkeppnisstaða Íslands skoðuð. Meðal hugsanlegra undirkafla verkefnisins eru starfsumhverfi á Íslandi, sérstaða íslenskrar fyrirtækjamenningar, ef hún er þá einhver, og stjórnunarhættir.Markaðurinn leitaði til þriggja stjórnenda íslenskra útrásarfyrirtækja, þeirra Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, og Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander. Var hvert þeirra beðið um að velta einu atriði fyrir sér sem hugsanlega gæti verið hluti skýringarinnar á góðum árangri íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Svör þeirra og vangaveltur birtast hér á opnunni. Úttekt Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrir síðustu aldamót hafði hugtakið útrás ekki aðra þýðingu í hugum fólks en þá að fá útrás. Var það notað um að losa um einhverjar hömlur innra með sér, kannski með því sleppa sér í danssveiflu, fá sér vel í aðra tána eða sprengja sig á hlaupabrettinu í World Class. Margt hefur breyst síðan þá og í dag eru allir sammála um merkingu þessa orðs sem er nú tákn fyrir glæsta, en oft á tíðum óskiljanlega, framgöngu íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Þessi mikli gangur hefur ýmist vakið aðdáun eða tortryggni, eða jafnvel hvort tveggja í laumi, en sennilega fyrst og fremst forvitni hins almenna borgara sem enn sér milljónamæringinn sem vellauðugan mann og á erfitt með að hugsa í milljörðum. Hugmyndin að ítarlegri rannsókn á fyrirbærinu vaknaði í kolli Snjólfs Ólafssonar prófessors nú í sumar. Hún fékk góðan hljómgrunn meðal annarra kennara viðskipta- og hagfræðideildar, enda eru þeir forvitnir eins og annað fólk og í stakk búnir til að skoða útrásina með fræðimannagleraugum. Hafist var handa við undirbúning verkefnisins fyrir um sex vikum og var meðal annars leitað til útrásarfyrirtækjanna sjálfra eftir fjárstuðningi. Þar fengust strax jákvæð viðbrögð og því var unnt að ráða Auði Hermannsdóttur, sem nýverið lauk meistaranámi í viðskiptafræði, í fullt starf við verkefnið. Auk Snjólfs eru þrír í verkefnastjórn, þeir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Guðlaugsson og Runólfur Smári Steinþórsson en fleiri munu koma að verkefninu á einn eða annan hátt þegar fram líða stundir.Fræðilegar og hagnýtar niðurstöðurMarkmiðið með rannsókninni er að auka þekkingu meðal fræðimanna, ráðgjafa, embættismanna, stjórnmálamanna, stjórnenda og annarra og er stefnt á að niðurstöðurnar verði bæði fræðilegar og hagnýtar. Eftir um það bil tvö ár er svo stefnt á að nægilega mikil þekking hafi skapast til að efni verði komið í spennandi bók um íslensku útrásina. Þar að auki er ætlunin að birta ítarlega grein í virtu erlendu fagtímariti.Við teljum það mjög áhugavert sem útrásarfyrirtækin eru að gera og að árangurinn sé einstakur. Hvort hann er það á svo eftir að koma í ljós þegar líður á verkefnið og niðurstöðurnar fara að koma í ljós, segir Snjólfur. Til þess að geta greint það á faglegan hátt af hverju, og hvort, íslensku útrásarfyrirtækin eru að ná svo góðum árangri þurfum við að byrja á að lýsa útrásinni. Það þarf til dæmis að skilgreina hver viðmiðin verða. Er Bakkavör til dæmis íslenskt fyrirtæki eða er það breskt fyrirtæki sem Íslendingar eiga? Hér var einu sinni til félag sem hét Icelandair sem allir landsmenn þekktu. Því var síðan breytt í FL Group og undir því var Icelandair Group en fyrir nokkru var sá hluti seldur. Eftir stendur FL Group sem á ekkert í Icelandair Group. Hlutirnir gerast hratt í viðskiptum og þetta gerir okkur í sumum tilvikum erfitt fyrir. Þetta sýnir þó fyrst og fremst hversu spennandi þetta verkefni er sem við ætlum að fara að glíma við, segir Snjólfur.Mikilvægar þjóðfélagsumbæturÝmislegt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að undanförnu sem hefur skapað íslenskum fyrirtækjum hagstæðari vinnuskilyrði. Viðskiptaráð Íslands hefur fylgst náið með framgangi íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Það eru nokkrir þættir sem útskýra þessa miklu og hröðu útrás síðustu ára. Í fyrsta lagi má nefna EES-samninginn sem opnaði markaði fyrir vöxt utan Íslands. Þá höfðu breytingar á skattaumhverfi mjög hvetjandi áhrif á fyrirtæki til að vaxa frekar og sú staðreynd að Ísland er lítill markaður gerði það að verkum að vöxt varð að sækja erlendis, segir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Einkavæðing bankanna var síðan vítamínsprauta og sýnir best hversu mikilvægt er að fyrirtæki séu í einkarekstri en ekki ríkisrekstri. Þessar breytingar í umhverfinu voru mikilvægar og okkar vel menntaða fólk sem gjarnan er með alþjóðlega framhaldsmenntun og mikinn frumkvöðlakraft nýtti sóknarfærið. Þá má einnig nefna að sú staðreynd að lífeyrissjóðseignir okkar eru miklar og aðgangur að slíku fjármagni var mikilvægur.Halla telur einnig að nýjar aðferðir við vöxt erlendis hafi einfaldlega virkað betur en eldri aðferðir. Áður hafi íslensk fyrirtæki gjarnan sent íslenska starfsmenn utan með það að markmiði að markaðssetja og koma á framfæri íslenskum vörum. Nýja módelið hafi frekar verið að kaupa fyrirtæki með markaðsstöðu og gott erlent starfsfólk. Í mörgum tilfellum hafi stefna þeirra og reynsla nýst íslenskum fyrirtækjum um leið og kraftur Íslendinga hefur smitað frá sér og haft jákvæð áhrif á starfsemi þessara erlendu hefðbundnu fyrirtækja.Náttúrulegir eiginleikar í bland við hvetjandi umhverfiSá kraftur sem einkennir íslenskt viðskiptalíf um þessar mundir er að mati Höllu sambland af náttúrulegum eiginleikum og hvetjandi umhverfi. Hún telur stærstu ógnina sem Ísland gæti staðið frammi fyrir vera að þessi fyrirtæki, sem nú eru orðin svona stór og öflug, gætu kosið að flytja starfsemi sína til útlanda. Það er keppikefli að hafa hér áfram samkeppnishæft viðskiptaumhverfi með lágum sköttum, einföldum reglum og vel menntuðu fólki. Viðskiptalíf okkar er nú fjölbreyttara en nokkru sinni og því betur undir það búið að taka á sig áföll.Halla segir að brýnt sé að átta sig á að við séum ekki búin að sanna að við getum rekið þessi yfirteknu fyrirtæki og sameinað svo vel verði, þannig að hægt verði að standa undir þeirri arðsemi sem þarf þegar um skuldsett kaup er að ræða. Við þurfum úthald til að tryggja að samrunar og yfirtökur gangi eftir og nái markmiðum sínum. Það mun ekki skýrast fyrr en að nokkrum árum liðnum hvort að okkur takist það og líklegt er að í einhverjum tilfellum takist það ekki sem skyldi, enda sýna rannsóknir að 60 prósent alþjóðlegra samruna mistakist eða nái ekki markmiðum sínum.Viðfangsefnin fjölmörgViðfangsefni og hugsanlegar rannsóknarspurningar verkefnisins eru margar. Meðal þess sem verður skoðað er hvað ræður vali á fyrirtæki sem á að yfirtaka og hvaða ferli fer í gang í kjölfar yfirtökunnar. Þar að auki verður fjármálageirinn og samkeppnisstaða Íslands skoðuð. Meðal hugsanlegra undirkafla verkefnisins eru starfsumhverfi á Íslandi, sérstaða íslenskrar fyrirtækjamenningar, ef hún er þá einhver, og stjórnunarhættir.Markaðurinn leitaði til þriggja stjórnenda íslenskra útrásarfyrirtækja, þeirra Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, og Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander. Var hvert þeirra beðið um að velta einu atriði fyrir sér sem hugsanlega gæti verið hluti skýringarinnar á góðum árangri íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Svör þeirra og vangaveltur birtast hér á opnunni.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira