Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti 25. október 2006 00:01 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira