Einföld ferli og skýr markmið 25. október 2006 00:01 Actavis á Indlandi. Í þessu húsi eru rannsóknarstofur Actavis í Bangalore á Indlandi. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira