Erlent

Önnur umferð er talin óhjákvæmileg

Georgi Parvanov Núverandi forseti Búlgaríu þarf að mæta áköfum þjóðernis­sinna í annarri umferð.
Georgi Parvanov Núverandi forseti Búlgaríu þarf að mæta áköfum þjóðernis­sinna í annarri umferð. MYND/AP

Georgi Parvanov, núverandi forseti Búlgaríu, þarf að mæta Volen Siderov í annarri umferð forsetakosninga að viku liðinni, ef marka má útgönguspár.

Siderov er ákafur þjóðernissinni og hlaut tuttugu prósent atkvæða, en Parvanov hlaut sextíu prósent. Það dugði honum þó ekki til þess að ná fimmtíu prósenta fylgi, sem nauðsynlegt er, þar sem kosningaþátttakan var afar dræm, ekki nema 35 prósent.

Alls voru frambjóðendur í forsetakosningunum sjö talsins, en Parvanov þótti frá upphafi eiga mesta möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×