Erlent

Vilja viðurkenningu Rússa á sjálfstæði

Vladimir Pútín Á erfitt um vik að styðja aðskilnaðarhreyfingar.
Vladimir Pútín Á erfitt um vik að styðja aðskilnaðarhreyfingar.

Þingmenn í Abkasíu-héraði, sem formlega tilheyrir Georgíu en hefur þó í reynd notið sjálfstæðis frá því að aðskilnaðarstríði lauk fyrir þrettán árum, hafa farið fram á það að Rússland veiti héraðinu viðurkenningu á sjálfstæðinu.

Mikil spenna hefur verið milli Rússlands og Georgíu undanfarið, en Rússar eiga þó erfitt með að styðja aðskilnaðarkröfur héraða í fyrrverandi Sovétlýðveldum vegna þess að þá geta héröð innan Rússlands, eins og Tsjetsjenía, farið fram á slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×