Erlent

Einn áttundi haldinn netfíkn

Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum á við netfíkn að stríða, að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Stanford-háskólans í Kaliforníu. Hegðun netfíkla einkennist helst af áráttukenndri netnotkun og sífelldri athugun á tölvupósti, vefsíðum og spjall­svæðum. Þetta segir á vef fréttastofu BBC.

Dr. Elias Aboujaoude, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni, segir vandamálin sem internetið skapar oft gleymast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×