Erlent

Barði mann eftir netrifrildi

Breskur netnotandi hefur verið fundinn sekur í máli sem kallað hefur verið fyrsta netbræðismálið þar ytra. Eftir að hafa hnakkrifist við annan mann á spjallsíðu leitaði sakborningurinn, Paul Gibbons, uppi heimilisfang viðmælanda síns, keyrði yfir hundrað kílómetra heim til hans og barði hann með axarskafti. Þetta kemur fram á vefsíðu fréttastofu BBC.

Gibbons játaði sekt sína fyrir dómi og á yfir höfði sér fangelsisvist. Rifrildið örlagaríka átti sér stað á spjallsvæði sem tileinkað er umræðum um Íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×