Erlent

Sektaður fyrir að deila tónlist

Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi var í gær dæmdur fyrir að hafa ólöglega deilt tónlist á netinu með öðrum og var gert að greiða tuttugu þúsund sænskar krónur í sekt, eða um 185 þúsund íslenskar krónur.

Svíinn var fundinn sekur um að leyfa öðrum að hlaða niður fjórum lögum, þó að grunur hafi leikið á að hann hafi heimilað öðrum aðgang að 13.000 lögum. Lög um höfundarrétt voru hert í Svíþjóð í fyrra og síðan hafa sænskir dómstólar sektað nokkra menn fyrir að deila kvik­­myndum með öðrum, en þetta var í fyrsta sinn sem sektað var fyrir tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×