Erlent

Vill að verkin verði látin tala

Reinfeldt og Rasmussen Þeir hittust í Danmörku í gær.
Reinfeldt og Rasmussen Þeir hittust í Danmörku í gær. MYND/AP

Fredrik Reinfeldt, nýbakaður forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að nýju ríkisstjórnina ættu menn að dæma af verkum hennar, en ekki af því að tveir ráðherrar hennar hefðu sagt af sér strax á fyrstu dögum stjórnarinnar.

„Það sem skiptir máli er sá árangur sem við náum í málaflokkum á borð við atvinnuleysi og þróun velferðarríkisins.“

Þetta sagði Reinfeldt í Kaupmannahöfn í gær, þar sem hann hitti að máli starfsbróður sinn, Anders Fogh Rasmussen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×