Sagnfræðingur og stjörnuvitni Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 19. október 2006 05:00 Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar