Erlent

Yfir hundrað manns slasaðir

slökkviliðsmaður hreinsar til í lestarvagni
Önnur lestin fór fjóra til fimm metra inn í aftasta vagn kyrrstæðu lestarinnar.
slökkviliðsmaður hreinsar til í lestarvagni Önnur lestin fór fjóra til fimm metra inn í aftasta vagn kyrrstæðu lestarinnar. MYND/AP

Kona á þrítugsaldri fórst þegar jarðlest á fullri ferð ók aftan á kyrrstæða lest á lestarstöð í miðborg Rómar í gær. Meira en hundrað manns að auki slösuðust, þar af tíu alvarlega.

Áreksturinn varð klukkan níu í gærmorgun á neðanjarðarstöðinni Piazza Vittorio Emanuele II, sem er skammt frá aðallestarstöðinni í Róm. Björgunarmenn settu upp sjúkraskýli skammt frá lestarstöðinni til þess að hlynna að hinum slösuðu. Sumir farþegar í lestinni, sem ekið var á hina kyrrstæðu, segja lestarstjórann hafa farið yfir á rauðu ljósi skömmu áður en áreksturinn varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×