Erlent

Drottningu fagnað í Litháen

Hlýjar móttökur Vilníusbúar fagna Bretadrottningu við komu hennar í gær.
Hlýjar móttökur Vilníusbúar fagna Bretadrottningu við komu hennar í gær. MYND/AP

Elísabet II Englandsdrottning fékk höfðinglegar móttökur er hún kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Litháens í gær. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Vilníus til að fagna breska þjóðhöfðingjanum.

Drottningin, með eiginmanninn Filippus prins sér við hlið, gaf sér tíma til að spjalla við fólk fyrir utan ráðhúsið í Vilníus, þar sem Valdas Adamkus Litháensforseti tók formlega á móti gestunum.

„Ég kom hingað til að verða vitni að sögulegum viðburði. Heimsókn bresku drottningarinnar er enn eitt mikilvægt tákn um að Litháen hefur aftur hlotið inngöngu í evrópsku þjóðafjölskylduna eftir margra ára fjarveru,“ hefur AP fréttastofan eftir Dönu Juodiene, 54 ára gömlum sögukennara sem var meðal mannfjöldans á ráðhústorginu.

Drottningin mun í ferðinni einnig heimsækja hin Eystrasaltsríkin tvö, Lettland og Eistland. Þau gengu öll í NATO og Evrópusambandið árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×