Munu umbylta bresku rokki 18. október 2006 13:15 Klaxons Ætla að sýna Íslendingum hvernig þeir munu umbylta bresku rokki. Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar. Hin ofurbreska sveit Klaxons hefur vakið umtal í heimalandi sína að undanförnu og hafa tímarit á borð við NME vart haldið vatni yfir sveitinni. Því er hér um að ræða enn eina verðandi stjórstjörnuna sem heimsækir Iceland Airwaves.Spila kynblendings-framtíðar poppVið erum frá London, stofnuðum sveitina í nóvember síðastliðnum og núna virðast allir vera að tapa glórunni út af okkur, útskýrir Jamie afar hæverkslega. Hann segir að aðalástæðan fyrir vinsældunum sé sú að þeir komi með partíið. Við förum upp á svið og hvetjum alla til þess sleppa fram af sér beislinu sem hefur gengið vel hingað til. Sjálfur segir Jamie að tónlist Klaxons megi flokka sem kynblendings-framtíðar poppi, spilað hávært með miklum gítarhljómi. Ekki amalegt það. Ný plata og jafnframt fyrsta plata Klaxons er væntanleg í janúar og býst Jamie við að platan gjörbreyti bresku tónlistarlandslagi. Jamie vill ekki nefna nein nöfn en segir flest bresk bönd vera nokkuð leiðinleg. Klaxons ætlar þó að breyta þessu. Hlakka mikið tilJamie segist að sjálfsögðu hlakka mikið til að koma til landsins. Við höfum heyrt að íslenskir krakkir fari út eftir miðnætti, detti hressilega í það og séu brjáluð sem hljómar alveg eins hvert annað kvöld hjá okkur. Jamie hlakkar einnig mikið til að spila á Moshi Moshi kvöldinu enda stígur Klaxons á svið seinust erlendra sveita það kvöld á Listasafninu. Jamie segir hins vegar að hljómsveitin þurfi að halda af landi brott daginn eftir en lofar að koma aftur seinna, þegar hljómsveitin hefur umbylt bresku rokki. Þá getum við komið því að á Íslandi líka, segir hinn eiturhressi Jamie að lokum. Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar. Hin ofurbreska sveit Klaxons hefur vakið umtal í heimalandi sína að undanförnu og hafa tímarit á borð við NME vart haldið vatni yfir sveitinni. Því er hér um að ræða enn eina verðandi stjórstjörnuna sem heimsækir Iceland Airwaves.Spila kynblendings-framtíðar poppVið erum frá London, stofnuðum sveitina í nóvember síðastliðnum og núna virðast allir vera að tapa glórunni út af okkur, útskýrir Jamie afar hæverkslega. Hann segir að aðalástæðan fyrir vinsældunum sé sú að þeir komi með partíið. Við förum upp á svið og hvetjum alla til þess sleppa fram af sér beislinu sem hefur gengið vel hingað til. Sjálfur segir Jamie að tónlist Klaxons megi flokka sem kynblendings-framtíðar poppi, spilað hávært með miklum gítarhljómi. Ekki amalegt það. Ný plata og jafnframt fyrsta plata Klaxons er væntanleg í janúar og býst Jamie við að platan gjörbreyti bresku tónlistarlandslagi. Jamie vill ekki nefna nein nöfn en segir flest bresk bönd vera nokkuð leiðinleg. Klaxons ætlar þó að breyta þessu. Hlakka mikið tilJamie segist að sjálfsögðu hlakka mikið til að koma til landsins. Við höfum heyrt að íslenskir krakkir fari út eftir miðnætti, detti hressilega í það og séu brjáluð sem hljómar alveg eins hvert annað kvöld hjá okkur. Jamie hlakkar einnig mikið til að spila á Moshi Moshi kvöldinu enda stígur Klaxons á svið seinust erlendra sveita það kvöld á Listasafninu. Jamie segir hins vegar að hljómsveitin þurfi að halda af landi brott daginn eftir en lofar að koma aftur seinna, þegar hljómsveitin hefur umbylt bresku rokki. Þá getum við komið því að á Íslandi líka, segir hinn eiturhressi Jamie að lokum.
Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira