Erlent

Stjórnin náði meirihluta

Vaira Vike-Freiberga. Forseti Litháens greiddi atkvæði í Jurmala.
Vaira Vike-Freiberga. Forseti Litháens greiddi atkvæði í Jurmala.

Samsteypustjórnin í Litháen náði naumlega meirihluta í þingkosningum sem haldnar voru þar á laugardag, en hún hefur til þessa verið minnihlutastjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn í landinu fellur ekki í kosningum frá því að það varð sjálfstætt árið 1991.

Þriggja flokka samsteypustjórn, undir forystu Aigars Kalvitis forsætisráðherra, hlaut 51 þingsæti af alls hundrað, en það er sex þingsætum fleira en stjórnin hefur haft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×