Erlent

Sögð þagga niður nauðganir

 Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum.

Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa nauðgað minnst 23 konum eftir að hafa handtekið þær, sem og að hafa beitt fólkið ýmiss konar ofbeldi, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Alls voru 212 manns fangelsaðir í mótmælunum, sem um tvö þúsund lögreglumenn tóku þátt í að stöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×