NATO tekur við her-stjórn í Afganistan 6. október 2006 05:00 Nato tekur við Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afganistans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. MYND/AP Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári.
Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira