Erlent

Allt bandarískir vísindamenn

Mello og Fire Nóbelsverðlaunahafar í lífeðlis- og læknisfræði.
Mello og Fire Nóbelsverðlaunahafar í lífeðlis- og læknisfræði. MYND/AP

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í lífeðlis- og læknisfræði og í efnafræði í ár fara til alls fimm bandarískra vísindamanna.

Sænska Vísindaakademían tilkynnti í gær að Nóbelsverðlaunin í efnafræði féllu í ár í skaut Rogers D. Kornberg fyrir rannsóknir hans á því hvernig frumur nýta upplýsingar úr genum til framleiðslu á próteinum. Faðir hans, Arthur Kornberg, fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1959.

Á þriðjudag var tilkynnt að John C. Mather og George F. Smooth hljóta verðlaunin í eðlisfræði fyrir vinnu sína við kenninguna um stórahvell, eða frumsprengingarkenninguna, sem talin er skýra tilurð alheimsins. Mather og Smooth bjuggu til gervihnött sem mælir „örbylgjuklið“, sem er talinn ein helsta sönnun þess að heimurinn varð til í stórahvelli. Auk heiðursins skipta félagarnir tíu milljónum sænskra króna á milli sín, andvirði 95 milljóna íslenskra.

Á mánudag var tilkynnt að Andrew Z. Fire og Craig C. Mello hjóta Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir að uppgötva aðferð til að hafa áhrif á flæði erfðaupplýsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×