Erlent

Sætir frekari ásökunum

Bertie Ahern
Forsætisráðherra Írlands.
Bertie Ahern Forsætisráðherra Írlands.

Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, neitaði í gær að útskýra hvernig honum hefði tekist að leggja fyrir sem samsvarar rúmum fimm milljónum íslenskra króna árið 1993 án þess að vera með bankareikning.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar báðu um útskýringarnar. Ahern hefur sætt harðri gagnrýni síðan írskt dagblað upplýsti um fé sem Ahern mun hafa þegið frá 39 kaupsýslumönnum á árunum 1993 og 1994, þegar hann starfaði sem fjármálaráðherra Írlands. Ahern segir féð hafa verið „gjafir og lán“.

Peningarnir sem hann lagði fyrir tengjast gjöfunum ekki, heldur lagði hann fyrir af launum sínum. Ahern neitaði að útskýra hvar hann hefði geymt seðlana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×