Erlent

Sagður hafa haft mök við lík

Nýtt dómsmál, þar sem maður er sakaður um að hafa haft mök við lík konu, vekur nú gríðarlega athygli í Svíþjóð enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur fyrir sænska dómstóla, segir í Dagens Nyheter.

Maðurinn, sem áður var kirkjuvörður í Västmanland, er 43 ára gamall.

Hann er ákærður fyrir röskun á grafhelgi og að hafa brennt niður Surahammars kirkjuna árið 1998. Auk þess er hann sakaður um þrjár aðrar íkveikjur og þjófnað. Hann hefur þegar játað sekt sína.

Sænskir fjölmiðlar lýsa manninum sem ákaflega einmana einstaklingi sem á við alvarlegt áfengisvandamál að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×