Erlent

Ætla að prófa kjarnavopn

Kim Jung Il, leiðtogi NOrður-Kóreu
Norður-Kóreumenn segjast ætla að gera tilraunir með kjarnorkuvopn.
Fréttablaðið/ap
Kim Jung Il, leiðtogi NOrður-Kóreu Norður-Kóreumenn segjast ætla að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Fréttablaðið/ap

Ríkisstjórn Norður-Kóreu tilkynnti í gær að hún myndi gera tilraunir á næstunni með kjarnorkuvopn í þeim tilgangi að styrkja varnir lands síns gegn því sem hún kallar aukinn fjandskap Bandaríkjanna.

Fréttaskýrendur segja þetta vera stærsta áfallið hingað til í árangurslitlum viðræðum fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem ætlað er að fá kommúnistaríkið til að gefa upp baráttu sína fyrir kjarnavopnum.

Engin dagsetning var gefin fyrir tilraunirnar, en í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu hermir að þær verði gerðar við afar öruggar kringumstæður.

Ráðamenn í Pjongjang, höfuðborg landsins, hafa áður tilkynnt að her landsins eigi kjarnorkuvopn, en ekki er vitað til þess að tilraunir með þau hafi verið gerðar fyrr.

Þjóðir heims brugðust ókvæða við. Utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, sagði öll slík áform Norður-Kóreu vera „algjörlega ófyrirgefanleg“. Ráðamenn Suður-Kóreu ætla að funda í dag um tilraunirnar og talsmaður Bandaríkjastjórnar, Sean McCormack, sagði að slík tilraun myndi „valda óásættanlegri ógn við frið og jafnvægi í Asíu og í heiminum öllum“.

Engin viðbrögð bárust hins vegar frá Kína, sem hingað til hefur reynst einn sterkasti bandamaður Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×