Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár 24. september 2006 06:30 Björgólfur Þór Björgólfsson. Stór blá augu, ómótstæðilegt bros og víkingalegt atgervi gera Björgólf kynþokkafyllstan auðjöfra í flokkun fjármálatímaritsins Financial Times. Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira