Færeyingar horfa til Kauphallarinnar í auknum mæli 8. september 2006 09:10 Frá Kauphöll Íslands Færeysk fyrirtæki horfa í auknum mæli til skráningar hér á landi og spáir forstjóri Kauphallar því að eftir nokkur misseri verði fimm til tíu færeysk félög skráð hérlendis. Fréttablaðið/Valli Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira