Ákærðir fyrir tugi lögbrota 7. september 2006 07:30 Brenndur bíll Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu. Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu.
Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira