Erlent

Of margir tilkynna veikindi

Bjarne Håkon Hanssen, vinnumálaráðherra Noregs, leitar nú leiða til að draga úr veikindafjarvistum Norðmanna. Mælingar sýna að 7,6 prósent vinnandi manna voru frá vinnu vegna veikinda á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Ráðherrann segir að til greina komi að neyða atvinnurekendur til að taka aukinn þátt í kostnaði sem af veikindunum hlýst, því þannig verði þeir áhugasamari um heilsufar starfsmanna sinna.

Árið 2004 var svart ár í heilsufarssögu Norðmanna, en þá skráðu að meðaltali 8,5 prósent Norðmanna sig veika á degi hverjum. Best var heilsan um mitt ár 2005, en þá hrjáðu veikindi einungis 6,3 prósent þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×