Verður skrítið að leika gegn Chelsea 5. september 2006 00:00 Eiður Smári Guðjohnsen MYND/Ole nielsen Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira