Fáir útlendingar á bótum 28. ágúst 2006 07:45 Erlendir verkamenn Erlendir starfsmenn, sem fá tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnu fyrirtæki, geta ekki fengið atvinnuleysisbætur, missi þeir vinnuna. Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum. Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum.
Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira