Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum 23. ágúst 2006 08:00 Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af stað með þessa þjónustu í 112. Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt. Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt.
Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira