Erlent

Varð sótreiður við fangann

Réttarhöld standa ný yfir í máli bandaríska leyniþjónustumannsins David Passaro, sem sakaður er um að hafa barið afganskan fanga til dauða. Hermaður sem var með honum í klefanum þegar atvikið átti sér stað lýsti því í réttarsal að Passaro hefði orðið bálreiður við fangann.

„Það var ljóst að fanginn yrði enginn brunnur upplýsinga,“ sagði hermaðurinn í vitnastúkunni, en markmiðið með yfirheyrslu fangans var að afla upplýsinga um sprengjuvörpuárás á herbúðir Bandaríkjahers í Afganistan.

Passaro gæti hlotið 40 ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×